Ljubomir Delic og fleiri leikmenn framlengja við KF

Fjórir leikmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hafa skrifað undir áframhaldandi samning við félagið. Þetta eru þeir Jón Frímann Kjartansson, Helgi Már Kjartansson, Ljubomir Delic og Marinó Snær Birgisson.
KF hefur metnað í að halda sínum bestu mönnum og hefur unnið að því undanfarið að semja við leikmenn í meistaraflokki. Liðið mun berjast í 2. deild karla í sumar. Áhugavert verður að fylgjast með hvort sóknartríóið sterka mæti til leiks með liðinu á vormánuðum.
Liðið leikur tvo leiki á næstunni í Kjarnafæðismótinu. Á sunnudag keppir liðið við Þór og á miðvikudaginn við KA-2. Nánar verður greint frá úrslitum leikjanna hér á vefnum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á skrifstofu KF í vikunni og eru eign KF.
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing