Ljótu hálfvitarnir með tónleika á Siglufirði

Föstudaginn 23. september ætla sprelligosarnir í Ljótu hálfvitunum að leggja land undir dekk og bruna á Tröllaskagann, þar sem þeir hafa aðeins spilað tvisvar áður og ekki nýlega. Ferðinni er heitið á Kaffi Rauðku á Siglufirði þar sem þeir hefja upp sínar níu raustir kl. 21:00. Forsala er í gangi á Kaffi Rauðku.

Á tónleikunum verður leikin blanda af nýjum lögum af plötunni Hrísey, sem út kom í fyrra, og eldri plötunum sem allar hétu bara Ljótu hálfvitarnir til að forðast óþarfan rugling. Nóg er nú samt.

4689577622_e742be189f_zTexti: Fréttatilkynning/aðsent.