ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna LITBIRGÐI í safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 26. janúar kl. 14 – 17.

ÁLFkonur er félagskapur kvenna á Akureyri og í Eyjafirði sem eiga ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þetta er áttunda samsýning hópsins og að þessu sinni leitast þær við að fanga litbrigði haustsins. Sýningin stendur frá 26. janúar – 17. mars og er opin á opnunartíma Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju við Eyrarlandsveg.

Myndir þeirra má sjá hér, og er ein tekin í Héðinsfirði.

Styrktaraðilar eru: NORÐURORKA, Akureyrarkirkja og Velmerkt ehf.

Heimild: Akureyri.net/ Páll Jóhannesson.