Ljósmyndasýning í Bergi Menningarhúsi

Innviði, ljósmyndasýning – 10. ágúst, föstudagur kl. 14:00


Ljósmyndarinn Orri Jónsson hefur um árabil myndað íslensk eyðibýli og á sýningunni Innviðir birtist yfirlit eyðibýlamynda hans frá árunum 1999-2010. Ljósmyndirnar fanga litríkan anda sem ríkir í innviðum býlanna og þá fjölskrúðugu litapallettu sem skapast þegar óreiðukennt veðurfar vinnur á veggfóðri, málningu og húsgögnum. Þær skrásetja hverfandi veruleika, veðrunina og híbýli og fanga þannig áru hins yfirgefna.

Berg, Menningarhús á Dalvík.