Ljósmyndasýning í Bergi Menningarhúsi
Nú stendur yfir ljósmyndasýning í salnum í Bergi Menningarhúsi á Dalvík. Eigandi verkanna er Eva Elísabet Rúnarsdóttir. Hún útskrifaðist af myndlistabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og fór svo nám í ljósmyndun í skóla í Danmörku sem heitir Fatamorgana. Eva leitast eftir að fanga stemningu í myndirnar sínar og vill draga áhorfandann með sér inn í sinn heim. Sýningin stendur til 28. júlí.