Ljósmyndasölusýning og bókamarkaður í Ljóðasetrinu

Um helgina verður opið hjá Ljóðasetri Íslands á Siglufirði frá kl. 14:00-17:00.
Það verður ljósmyndasölusýning á Setrinu þessa helgina og er um að ræða ljósmyndir frá félögum úr Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar. Meðal ljósmyndara má nefna Jón Dýrfjörð, Steingrím Kristinsson, Sigurð Ægisson, Jón Ólaf Björgvinsson, Halldóru Salbjörgu Björgvinsdóttur, Þórarinn Hannesson o.fl.
Einnig verða fjölbreyttar bækur til sölu á verði frá 200 kr. og allar ljóðabækur í sölubásnum verða á 25% afslætti.
Heitt verður á könnunni og hugað verður að sóttvörnum, spritt og einnota hanskar verða á staðnum.
Kíkið inn og gerið góð kaup.