Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar sýnir í Gallerí Rauðku

Tólf félagar í Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar halda ljósmyndasýninguna “Vetur og…..”  í Gallerí Rauðku, Bláa Húsinu á Siglufirði nú um páskana.

Sýningin verður opnuð á Skírdag kl. 14 og þann dag verður hún opin til kl 18. Síðan verður opið kl. 14 til ​17 föstudaginn langa, laugardag kl. 17 til 19 og á Páskadag kl. 14 til 17.

Þeir sem eiga myndir á sýningunni eru: Björn Valdimarsson, Gunnlaugur Guðleifsson, Ingunn Björnsdóttir, Hrólfur Baldursson, Jón Ólafur Björgvinsson, Jón Steinar Ragnarsson, Kári Hreinsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Sandra Finnsdóttir, Sigurður Ægisson, Sveinn Þorsteinsson og Steingrímur Kristinsson.

Texti: innsent efni.