Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar sýnir í Bláa húsinu

Félagar úr Ljósmyndaklúbbi Fjallabyggðar sýnar myndir sínar í Bláa Húsinu, Gallerí Rauðku á Siglufirði um páskahelgina. Á sýningunni verða myndir sem tengjast vetrinum, ásamt öðru efni.

Sýningin opnar fimmtudaginn 17. apríl kl. 14:00 og þann dag verður hún opin til kl. 18:00. Föstudag, laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 14:00 til 17:00.