Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar sýnir í Bláa húsinu

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar opnaði sína árlegu páskasýningu í Bláa húsinu á Rauðkutorgi í gær. Sýningin verður opin í dag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag frá kl. 14 til 17.  Á þessari sýningu eru 15 ljósmyndarar frá Fjallabyggð að sýna verk sín.  Aðgangur er ókeypis og heitt á könnunni.