Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar stofnaður

Stofnfundur Ljósmyndaklúbbar Fjallabyggðar var haldinn 10. febrúar s.l. Hópur áhugafólks hefur unnið að undirbúningi stofnunarinnar í nokkrar vikur og m.a. stofnað Facebooksíðu þar sem hægt verður að fá upplýsingar um starfsemi klúbbsins og fylgjast með því hvað félagsmenn eru að prófa með myndavélarnar sínar.

Á fundinn mættu 10-15 manns og var mikill hugur í fólki. Kosið var í stjórn og samþykkt lög og síðan rætt um markmið klúbbsins og næstu skref. Markmiðin eru fyrst og fremst að leiða saman áhugafólk um ljósmyndun í sveitarfélaginu, læra af hvort öðru og fá fagmenn til að bæta þekkingu félagsmanna með fyrirlestrum og námskeiðum og skipuleggja styttri sem lengri ljósmyndaferðir fyrir félagsmenn. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórains Hannessonar – Bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2013.