Jólabærinn Ólafsfjörður

Jólastemning verður í Fjallabyggð um helgina þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu í Ólafsfirði og á Siglufirði. Í dag, laugardaginn 26. nóvember verður jólastund kl. 16-17 við menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þar verður flutt hátíðarávarp, börn úr leikskólanum syngja, sungin verða jólalög og jólasveinar koma í heimsókn og gleðja börnin. Þá verður jólamarkaður í Tjarnarborg frá kl. 13-16.

Á Siglufirði verður jólastemning á sunnudaginn, 27. nóvember og hefst á Ráðhústorginu kl. 16-17. Þar verður einnig flutt ávarp, sungin verða jólalög og jólasveinar koma og dansa í kringum jólatréð.

Jólabærinn Ólafsfjörður