Ljósin tendruð á Siglufirði

Jólastemning verður á Siglufirði sunnudaginn 3. desember næstkomandi þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorginu kl. 16:00. Börn úr leikskólanum tónlistarskólanum syngja jólalög. Börn úr barnastarfi Siglufjarðarkirkju hengja jólaskraut á tréð. Jólasveinarnir koma í heimsókn og dansa í kringum jólatréð.