Búið að kveikja á ljósunum í kirkjugarðinum í Ólafsfirði en í gærkvöldi og var fjölmenni á svæðinu á þessum árlega viðburði.  Það er Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar sem stendur fyrir viðburðinum. Séra Stefanía var með ávarp og söng kirkjukórinn nokkur lög. Jólaguðspjall var flutt og Haukur Sigurðsson sagði frá framtíðarplönum varðandi endurnýjun á ljósakrossum garðsins.
Að lokum voru ljósin kveikt á krossum og jólatrénu. Það hefur verið Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar sem hefur séð um ljósin og jóltré síðustu áratugi í kirkjugarðinum.
Um leið og kveikt var á krossunum var kveikt á jólatrénu sem klúbburinn hafði komið fyrir líkt og marga síðustu áratugi, eða nánar tiltekið frá 1978.
Krossum hefur farið fjölgandi síðustu árin, en 250 krossar voru árið 2005 en í ár eru ljósin orðin 380.

Saga krossanna

Það mun hafa verið um árið 1960 sem farið var að setja rafmagnsljós á leiði í kirkjugarðinum Í Ólafsfirði. Á fyrstu árunum voru settir upp trékrossar með sex ljósum. Miklir erfiðleikar voru að ná í rafmagn þar sem ekkert rafmagn var í garðinum.  Rafmagn var því tekið úr nærliggjandi ljósastór við garðinn og voru 15 krossar tengdir fyrstu árin. Í vondum veðrum reyndist oft erfiðlega að halda ljósum á krossunum og var töluvert  viðhald sem þurfti. Hætt var að nota þessa krossa á milli 1970-1980.

Uppúr 1980 voru teknir í notkun plastkrossar sem framleiddir voru á Reykjalundi.  Þá var komið hús og rafmagn í garðinn.  Í upphafi voru settir um 25-30 krossar. Á árinu 1992 voru 150 krossar komnir í notkun.

Myndir: KHG / Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar
Myndir: KHG / Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar
Myndir: KHG / Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar