Ljósaganga frá Akureyrarkirkju

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi verður farin ljósaganga frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 25. nóvember, klukkan 17. Í göngulok verður kvikmyndin “Girl rising” sýnd í Sambíóinu. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar Aflinu – samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Dagskrá átaksins má finna á heimasíðu Jafnréttisstofu www.jafnretti.is og á Facebooksíðu 16 daga átaksins www.facebook.com/16dagar.

Heimild: akureyri.is