Ljóðasetrið á Siglufirði 4 ára

Í dag, þann 8. júlí, verða 4 ár frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir lýsti Ljóðasetur Íslands á Siglufirði formlega opið. Af því tilefni verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og heimabakað á setrinu í dag auk þess sem lifandi tónlist og ljóðlist mun hljóma.

Opið frá kl. 14.00 – 17.30 líkt og aðra daga sumarsins. Allir hjartanlega velkomnir og sérstaklega þeir bæjarbúar sem hafa ekki enn ratað inn um dyrnar hjá okkur þessi fjögur ár.

Á þessum fjórum árum hefur Ljóðasetrið fengið um 5000 gesti og verið um 130 smáir sem stórir viðburðir, rúmlega 20 gestaskáld hafa lesið úr verkum sínum, 15 aðrir listamenn, s.s. leikarar, rithöfundar og tónlistarmenn hafa troðið upp á setrinu, auk 6 hljómsveita og sönghópa. Lifandi viðburðir eru alla daga kl. 16.00, þegar einhverjir eru til að njóta, í boði Menningarráð Eyþings

Á setrinu eru um þrjú þúsund bækur sem tengjast íslenskum kveðskap, margar þeirra fágætar, aðgengilegar upplýsingar um helstu strauma og stefnur, myndir af okkar helstu skáldum.

Ljóðasetur