Hinn vinsæli söguleikur Nansen verður nú loksins sýndur á Siglufirði. Sýningin fer fram á Kveldúlfi, Suðurgötu 10 á Siglufirði og opnar húsið kl.19.30 og hefst sýningin kl.20.00. Sýningin er liður í ljóðahátíðinni Haustglæður.
Leikurinn segir af einni eftirminnilegustu heimsókn til þorpsins Þingeyrar. En það er án efa þegar landkönnuðurinn Friðþjófur Nansen dvaldi á eyrinni um tveggja vikna skeið áður en hann lagði í sína fræknu för á Grænlandsjökul.
Sögumaður og höfundur er Elfar Logi Hannesson.
Miðaverð: 2.800.-kr. Miðasölusími: 891-7025. Posi á staðnum.