Ljóðahátíðin Haustglæður með viðburð

Fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 20.00 munu nokkrir íbúar Fjallabyggðar segja frá sínum eftirlætis bókum á bókasafninu á Siglufirði.  Þessi viðburður er liður í ljóðahátíðinni Haustglæður sem fer fram í Fjallabyggð á hverju hausti og Ljóðasetur Íslands og Umf Glói standa að.

Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir.  Kaffi og konfekt.