Ljóðahátíðin Haustglæður heldur áfram í Fjallabyggð

Næstu viðburðir á ljóðahátíðinni Haustglæður í Fjallabyggð snúast um unga fólkið. Í dag, föstudaginn 14. október fer fram hin árlega ljóðasamkeppni meðal nemenda í eldri deild Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem nemendur nota verk úr Listasafni Fjallabyggðar sem kveikjur að ljóðum.

Sunnudaginn 16. október kl. 16.00, verður svo dagskráin Ljóð unga fólksins á Ljóðasetrinu á Siglufirði. Þar mun krakkar úr Fjallabyggð, á aldrinum 12 – 14 ára, flytja lög og ljóð fyrir gesti. Þar munu m.a. nokkur frumsamin ljóð verða flutt.  Enginn aðgangseyrir er að þessum viðburði og allir velkomnir.

Ljóðasetur