Ljóðahátíðin Haustglæður hefst um helgina

Ljóðahátíðin Glóð, sem kallast nú Haustglæður hefur verið haldin á Siglufirði síðan árið 2007 hefst nú um næstu helgi, dagana 15.-17. september. Hátíðin hefst á nýjum viðburði sem kallast Í stofunni þinni.  Þessi viðburður snýst um það að íbúar Fjallabyggðar geta fengið tónleika heim í stofu þeim að kostnaðarlausu. Það er tónlistarmaðurinn Tóti trúbador (Þórarinn Hannesson) sem mun mæta með gítarinn heim til þeirra sem þess óska og leika eigin lög við ljóð ýmissa skálda. Hverjir tónleikar standa í 30-40 mínútur.  Þórarinn mun verða til taks á Siglufirði frá kl. 21.30 til miðnættis á föstudagskvöld og frá kl. 14.00 til miðnættis á laugardag og í Ólafsfirði frá kl. 14.00 – 23.00 á sunnudeginum 17. sept. Þeir sem vilja panta tónleika get haft samband við Þórarinn í síma 865-6543.

Hátíðin verður annars með sama hætti og undanfarin ár, þar sem ýmsum viðburðum er dreift yfir haustið. Á dagskrá eru hefðbundir viðburðir eins og ljóðasamkeppni meðal nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar, ljóðakvöld í Ljóðasetrinu og heimsóknir skálda í skóla og á dvalarheimili. Þá koma gestir frá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi og skáld, jafnt þjóðþekktum sem minna þekktum.