Siglufjarðarkirkja

Fyrsti viðburður ljóðahátíðarinnar Haustglæður er í dag, sunnudaginn 30. september og er hann samofinn öðrum viðburði sem nefnist Kvöldsöng í Siglufjarðarkirkju, sem stendur frá kl. 17.00 – 18.00.

Kvöldsöngur verður í Siglufjarðarkirkju í dag frá kl. 17.00 til 18.00, og markar hann upphaf vetrarstarfsins. Þar verður komandi vikum og mánuðum heilsað með tónlist og ljóðaflutningi. Um verður að ræða uppbyggilega og gefandi stund í notalegu umhverfi.

Feðginin Amalía Þórarinsdóttir og Þórarinn Hannesson munu sjá um ljóðaflutninginn og verða eingöngu flutt ljóð eftir Siglfirðinga eða skáld tengd Siglufirði. Þar má t.d. nefna Sverri Pál Erlendsson, Hannes Jónasson, Ólaf Ragnarsson, Signýju Hjálmarsdóttur, Inga Steinar Gunnlaugsson, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Pál Helgason.