Ljóðahátíðin Haustglæður 10 ára

Í haust er 10 ár frá því að ljóðahátíðin Glóð var haldin í fyrsta sinn í Fjallabyggð. Það var Ungmennafélagið Glói á Siglufirði sem stóð fyrir hátíðinni fyrstu árin en undanfarin ár hafa Glói og Ljóðasetur Íslands staðið saman að framkvæmd hennar. Síðustu ár hefur hátíðin kallast Haustglæður. Enginn aðgangseyrir að viðburðum.

Fyrstu viðburðir hátíðarinnar eru eftirfarandi:

 • 22. september – Tóti trúbador á Kaffi Klöru kl. 20.00
  – Tóti flytur eigin lög við ljóð ýmissa skálda
 • 23. september – Flytjið ljóð fáið bók – Ljóðasetrið kl. 16– 18
  – Allir þeir sem líta inn og flytja ljóð fá bók að gjöf
 • 24. september – Siðlaust síðkvöld – Ljóðasetrið kl. 21.00
  – Ljóðaklúbburinn Hási Kisi og gestur þeirra láta allt flakka
  – Ingunn og Urður Snædal, Stefán Bogi og Ásgrímur Ingi

Styrktaraðilar hátíðarinnar eru: Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra og Fjallabyggð.

Ljóðasetur