Hin árlega Ljóðahátíð sem haldin er á Siglufirði hefst fimmudaginn 5. september í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Eistneskt ljóðskáld flytur verk sín og syngur e.t.v. eistnesk þjóðlög. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2007.

Ljóðahátíðin er með breyttu sniði þetta árið, en henni verður dreift yfir allan septembermánuð í stað þess að standa í þrjá daga. Kíkið við á Ljóðhátíðina Glóð á Siglufirði í september.

Um skáldið:

Kätlin er frá Tallin í Eistlandi, hún er ljóðskáld, þýðandi og bókmenntafræðingur. Hún hefur gefið út fjórar ljóðabækur, tvær barnabækur, sjálfsævisögulegt fræðirit og fyrsta skáldsaga hennar Engin fiðrildi á Íslandi kom út sl. vor. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hún er forseti eistneska PEN.

Heimild: Ljóðasetur