Ljóðahátíðin Glóð haldin á Siglufirði 15. sept

Ljóðahátíðin Glóð fer fram á Siglufirði dagana 15.-17. sept. og er þetta 5. árið í röð sem hún er haldin. Sem fyrr eru það Félag um Ljóðasetur Íslands og Ungmennafélagið Glói sem standa að hátíðinni. Nokkrir viðburðir verða á Ljóðasetrinu og nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar taka virkan þátt líkt og áður.

Það verður rithöfundurinn góðkunni Einar Már Guðmundsson sem verður aðalgestur Ljóðahátíðarinnar Glóðar og mun hann lesa úr nýjustu verkum sínum í Kaffi Rauðku laugardaginn 17. sept. kl. 15.30.