Ljóðahátíðin Glóð á Siglufirði

Nú styttist í að ljóðahátíðin Glóð verði haldin á Siglufirði, en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2007. Það eru Félag um Ljóðasetur Íslands og Ungmennafélagið Glói sem standa fyrir hátíðinni. Samkvæmt venju hefst hátiðin á fimmtudegi og lýkur henni á laugardagskvöldi.  Helstu gestir þetta árið eru ljóðskáldið Ingunn Snædal og leikarinn Sigurður Skúlason auk þess sem heimamenn munu koma fram.