Um helgina verður haldin hin árlega ljóðahátíð í Eyjafirði í Populus Tremula og Laugalandsskógi á Þelamörk. Á hátíðinni koma fram skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Helgi Þórsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þórdís Gísladóttir.

Ljóðakvöld verður í Populus Tremula kl. 20.30 laugardagskvöldið 22. september og ljóðaganga með upplestri fer fram í Laugalandsskógi kl. 14 á sunnudeginum 23. september.

Öll eru skáldin þaulvön upplestri og ljóðasmíðum þó þau hafi aldrei komið áður fram á sama kvöldi.

Ljóðahátíðin er nú haldin í fjórða skipti en mörg af fremstu skáldum landsins hafa komið fram á hátíðinni undanfarin ár. Hátíðin býður nú sem endranær upp á upplestra fyrir áhugasama Eyfirðinga og ljóðakvöld sem sýna þverskurð af fjölbreyttum kveðskap samtímaskálda.

Heimild: www.akureyrivikublad.is