Ljóðahátíð á Siglufirði 15-17 september

Ljóðahátíð verður haldin á Sigilufirði dagana 15-17. september. Sem fyrr munu landsþekkt ljóðskáld og aðrir listamenn sækja Siglufjörð heim og auk þess koma heimamenn fram og börn verða virkjuð til góðra ljóðverka. Ungmennafélagið Glói og félag um ljóðasetur Íslands standa fyrir hátíðinni. Ljóðasetur Íslands var opnað í byrjun júlí en Þórarinn Hannesson er framkvæmdarstjóri setursins.

Í vetur munu skólahópar heimsækja Ljóðasetrið í þeim tilgangi að fræðast um bragfræði og hlýða á ljóðalestur fyrir undirbúning samræmds prófs í íslensku.