Ljóð Þórarins gefin út á ensku

Væntanlegar eru þýðingar á ensku á nokkrum ljóðum Þórarins Hannessonar, forstöðumanns Ljóðaseturs Íslands og heitir ritið A Small Collection of Poetry. Af því tilefni verður útgáfuteiti í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði kl. 16.00, föstudaginn 1. júlí. Þar verða flutt sýnishorn úr ritinu auk þess sem þátttakendur í hinni þverfaglegu listasmiðju Reita, sem nú stendur yfir á Siglufirði, munu túlka og skreyta ljóðin með ýmsum hætti. Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Ljóðasetrið þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu líflegan viðburð.

Ljóðasetur