Lítil umferð í Héðinsfirði s.l. helgi

Það var frekar róleg umferðin í Héðinsfirði þessa fyrstu helgi í október. Laugardaginn 1.október fóru 323 bílar í gegnum Héðinsfjarðargöng, óháð stefnu og á sunnudaginn 2. október fóru 361 bílar.

Þá fóru 103  bílar um Siglufjarðarveg 1.okt og 195 bílar 2. okt. Um Ólafsfjarðarmúla fóru þann 1.okt 449 bílar og 2.okt fór 497 bílar, óháð stefnu.

Upplýsingar frá Vegsjá Vegagerðarinnar.