Óvissa er um áframhaldandi áætlunarflug milli Reykjavíkur og Sauðárkróks vegna lélegrar nýtingar á flugsætum.  Samningur er við Eyjaflug um áætlunarflugið og lagði Ríkið 10 miljónir í verkefnið og Sveitarfélagið Skagafjörður borgar fyrir ákveðið mörg flugsæti á hverju ári. Léleg nýting hefur þýtt það að niðurgreiða hefur þurft fyrir 27 miljónir á þessu ári.

Nýtingin er um helmingi minni en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Samþykkt hefur verið hjá Byggðarráði Skagafjarðar að hækka fjárheimildir vegna þessa máls um 12 miljónir króna. En mikil vonbrigði eru hjá Sveitarfélaginu að ekki skulu vera betri nýting á þessari flugleið og mögulega þarf að endurskoða þetta verkefni.  Samningur sveitarfélagsins við Eyjaflug rann út um mánaðarmótin og hefur ekki verið endurnýjaður. Enn er flogið til Sauðárkróks en óvissa er um framhaldið.