Lítið um breytingar og útstrikanir í Fjallabyggð

Aðeins voru um 2-5 breytingar eða útstrikanir á hverjum lista sem bauð sig fram í Fjallabyggð í vor.  Atkvæði sem greidd voru á kjörfundi voru alls 1025.  Utankjörfundaratkvæði voru alls 229. Greidd atkvæði voru alls1254.  Útstrikanir og breytingar höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftirtaldir:

Aðalmenn: sæti, nafn, listi, atkvæði í sæti
1 Helga Helgadóttir D, 539
2 Jón Valgeir Baldursson H, 371
3 Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir I, 297
4 S. Guðrún Hauksdóttir D, 269
5 Særún H Laufeyjardóttir H, 185,5
6 Tómas Atli Einarsson D, 179,7
7 Nanna Árnadóttir I, 148,5

Varamenn eru :
1 Ólafur Stefánsson D, 134,8
2 Helgi Jóhannsson H, 123,7
3 Hjördís Hjörleifsdóttir D, 107,8
4 Konráð Karl Baldvinsson I, 99
5 Þorgeir Bjarnason H, 92,8
6 Ingvar Guðmundsson D, 89,8
7 Hrafnhildur Ýr Denke, I, 74,25

Niðurstaða kosninga er sem hér segir.
Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði: karlar, konur, samtals
Kjósendur á kjörskrá 1578
Atkvæði greidd á kjörfundi 1025
Utankjörfundaratkvæði 229
Alls greidd atkvæði 1254
Auðir seðlar voru 41
Ógildir voru 6
Gild atkvæði féllu þannig:
D listi Sjálfstæðisflokks 539 atkv., 44,7% , 3 kjörnir fulltrúar.
H listi fyrir Heildina 371 atkv., eða 30,7%, 2 kjörnir fulltrúar.
I listi Betri Fjallabyggð 297 atkv., eða 24,6%, 2 kjörnir fulltrúar.
Gild atkvæði alls 1207