Ljóst er að fram komnar uppfærðar upplýsingar frá fyrstu umræðu bæjarstjórnar Fjallabyggðar um fjárhagsáætlun 2024 að áætluð rekstarniðurstaða ársins 2024 er orðin lakari, þ.e. áætluð rekstrarniðurstaða A- og B-hluta bæjarsjóðs lækkar sem nemur 52 m.kr. og er þannig áætluð jákvæð um 3,5 m.kr.
Bæjarráð Fjallabyggðar vekur athygli á því að svigrúm til frávika á árinu 2024 er orðið mjög takmarkað og því mega frávik frá áætluninni í raun vera óveruleg.
Í ljósi umræðu um gjaldskrár sveitarfélaga í tengslum við kjarasamningagerð þá vekur bæjarráð Fjallabyggðar athygli bæjarstjórnar Fjallabyggðar á því að ekki er svigrúm til þess að halda hækkunum á gjaldskrám innan 2,5%.
Töluverð óvissa er í hagkerfinu nú um stundir og munu sveitarfélögin ekki fara varhluta af því.
Fjárhagur Fjallabyggðar er sterkur og því mikilvægt að tryggja að svo verði áfram.
Þetta kom fram á fundi bæjaráðs Fjallabyggðar í gær.