Lítið ferðaveður á Norðurlandi

Á Norðurlandi er stórhríð og óveður og lítið ferðaveður. Ófært er á Þverárfjalli, Vatnsskarði, Siglufjarðarvegi, Héðinsfirði, Ólafsfjarðarmúla, Dalvíkurvegi, Grenivíkurvegi, Víkurskarði, Hólasandi og Hófaskarði. Þæfingur og stórhríð er á Öxnadalseiði og í Ljósavatnsskarði. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum, stórhríð og óveður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni kl. 19 í kvöld.