Listsýning nemenda í Menntaskólanum á Tröllaskaga er opin laugardaginn 8. desember frá 13:00 – 16:00 en síðan á opnunartíma skólans til 15. desember.

Sýningin endurspeglar einkunnarorð skólans: Frumkvæði – Sköpun – Áræði.

Auk myndverka sýna starfsbrautarnemendur blað sitt, Tröllafréttir og nemendur í upplýsinga- og tæknimennt og ensku sýna myndbönd, meðal annars um heimabæina, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.