Listaviðburðir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í maí

Ýmsar sýningar verða í Verksmiðjunni á Hjalteyri í maí mánuði.  Listafólkið sem rekur menningarrýmið Kaktus í Gilinu á Akureyri hefur tímabundið flutt sig út á Hjalteyri. Þar – í Verksmiðjunni – munu þau starfa út mánuðinn og standa fyrir lifandi sýningu sem taka mun stöðugum breytingum svo lengi sem hún varir.
Þá stendur til að fá liðsauka og hefur fleiri listamönnum verið boðið til þátttöku, en Kaktushópurinn hefur skipulagt dagskrá fjölbreyttra viðburða næstu fjórar helgar.

Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri / 07.05 – 28.05 2016
Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir

Verksmiðjan verður opin alla virka daga milli kl. 14 og 17 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með ferlinu. Viðburðir og opnunartímar um helgar verða auglýstir sérstaklega en formleg opnun á STINGUR Í AUGUN  verður opið sunnudaginn 8. maí frá kl. 14 – 17.

VIÐBURÐIR Í MAÍ

  • 08. maí : Kaktus – Stingur í augun
  • 14. – 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
  • 21. – 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
  • 28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.

    https://www.facebook.com/events/2265814733559251

13116209_856597907796467_4846249009949634170_o