Listasmiðjur með strætó! Handbrúður og sumar-leikhús

Listasmiðja verður haldin á Siglufirði dagana 6.-7. júlí í húsi Einingar Iðju.
Í þessum smiðjum læra þátttakendur að búa til handbrúður og brúðuleikhús. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir og efni. Verkefnin sem eru lögð fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Einnig munu þátttakendur kynnast töfrum leikhússins og búin verður til einföld leikmynd fyrir brúðurnar. Við munum einnig kynna appið PowerDirector og búa til stutt myndband.

Kennarar: Myndlistamennirnir Brynhildur Kristinsdóttir og Jónborg Sigurðardóttir. Skráning á netfang: bilda@simnet.is.