Listasmiðjan Reitir hefst 2. júlí í Fjallabyggð og stendur til 14. júlí, en hátíðin er nú haldin í þriðja sinn en Aðalheiður Eysteinsdóttir er umsjónarmaður hátíðarinnar. Reitir setur svip sinn á bæjarfélagið og eftirminnilegt var eitt árið er nokkrir þátttakendur hófu að grafa holur á gamla malarvöllinn á Siglufirði og settu upp þar plast tjöld. Í fyrra var mikið um ýmsa smíði eftir þátttakendur sem gaman var að sjá í Fjallabyggð.

Dagskránna má finna hér.