Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur í Alþýðuhúsinu

Árleg listasmiðja barna og aðstandenda þeirra við Alþýðuhúsið á Siglufirði fer fram fimmtudaginn 30. júlí frá kl. 13:00-15:00. Smiðjan verður við Alþýðuhúsið á Siglufirði ef veður leyfir. Leiðbeinandi er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.  Vinsamlegast athugið að senda ekki börnin án umsjónar og komið með hamra ef möguleiki er.

Að uppgötva

Sagt er að við fæðumst öll með sköpunargáfu og þurfum ekki annað en aðstöðu og smá hvatningu til að virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opið fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiðið að fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin að skapa.