Listasafnið á Akureyri sýnir verk norðlenskra listamanna

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn dagana 10. júní-27. ágúst 2017. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna. Rétt til þátttöku á myndlistarfólk sem búsett er á Akureyri eða Norðurlandi, er fætt þar og/eða uppalið eða hefur sterka tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars.