Listahátíðin Skammdegi haldin í fimmta sinn

Árlega listahátíðin Skammdegi verður nú haldin af Listhús SES í Fjallabyggð í fimmta sinn og stendur hún í fjóra daga.
Hátíðin hefst fimmtudaginn 14. febrúar, og lýkur á sunnudeginum 17. febrúar með lokaathöfn.
Sýningar verða víða í Ólafsfirði, og verður hægt að skoða dagskrána á heimasíðunni http://skammdegifestival.com/
og viðburðasíðu á Facebook undir titlinum “Skammdegi Festival 2019”.
Á listhátíðinni verður boðið upp á sýningar, gjörninga og viðburði með 16 listamönnum frá 8 löndum, sem hafa dvalið í Ólafsfirði síðustu tvo mánuði, og upplifað myrkasta tímabil vetursins, “Skammdegi”

Listamenn eru:
Andrey Kozakov – Úkranía
Angela Dai – Kína
Annie Edney – Ástralía
Clara de Cápua – Brasilía
Dagrún Matthíasdóttir – Ísland
Danielle Galietti – Bandaríkin
Dannie Liebergot – Bandaríkin
Guðrún Mobus Bernharðs – Ísland
Hollis Schiavo – Suður Kórea
Ingi Þ. Reyndal – Ísland
Lára Stefánsdóttir – Ísland
Matthew Runciman – Kanada
Santiago Ortiz-Piazuelo – Kólumbía
Sheryl Anaya – Bandaríkin
Sigurður Mar Halldórsson – Ísland
Teresa Cheung – Kína

Image may contain: text