Föstudaginn langa 15. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur og tvenna tónleika.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og eru gestir beðnir um að sinna sóttvörnum. Tekið verður við frjálsum framlögum á viðburði við innganginn í formi peninga eða með því að millifæra með síma.
Húsið opnar 15. mín fyrir viðburði.
Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 8655091.
SSNE, Fjallabyggð, Norðurorka, KEA, Aðalbakarí og Rammi hf. styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Leysingar 15. – 17. apríl
Þátttakendur eru:
Kristín Ómarsdóttir
Davíð Þór Jónsson
Silfrún Una Guðlaugsdóttir
Tara Njála Ingvarsdóttir
Sindri Leifsson
Óskar Guðjónsson
Skúli Sverrisson
Samúel Rademaker
Þórir Hermann Óskarsson
Halldór Ásgeirsson
Föstudagur 15. apríl
kl. 14.00 – Kompan, Sindri Leifsson
kl. 15.00 – Gjörningur, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Tara Njála Ingvarsdóttir
kl. 15.45 – Gjörningur, Samúel Rademaker, Þórir Hermann Óskarsson
kl. 16.20 – Gjörningur, Halldór Ásgeirsson, Þórir Hermann Óskarsson
Laugardagur 16. apríl
kl. 14.00 – 17.00 – Kompan, Sindri Leifsson
kl. 21.00 – Tónleikar, Óskar Guðjónsson, Skúli Sverrisson
Sunnudagur 17. apríl
kl. 14.00 – Kompan, Sindri Leifsson
kl. 16.00 – Ljóðalestur, Kristín Ómarsdóttir
kl. 16.45 – Tónleikar, Davíð Þór Jónsson