Listahátíðin Hústaka á Siglufirði

Listahátíðin Hústaka verður haldin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, laugardaginn 14.-16. nóvember næstkomandi, en opin almenningi 14. nóvember frá kl. 14-20.  Dagskráin saman stendur af myndlistarsýningum, lifandi tónlist, ljóðaupplestrum, gjörningum, videósýningum og skapaður verður vettvangur fyrir óvæntar uppákomur. Hústaka er þverfagleg listahátíð ungs fólks.

Hústakan verður suðupottur þar sem listin blómstrar og ungu fólki gefst tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa skapandi áhrif hvort á annað. Alþýðuhúsið verður lagt undir á frumlegan hátt og settar verða upp sýningar í hverjum krók og kima.
Hústakan verður opnuð almenningi laugardaginn 15. nóvember frá kl. 14:00-20:00.

 

Þátttakendur eru:
Úlfur Logason (myndlist, Akureyri)
Sólveig Matthildur (tónlist, Reykjavík)
Jón Arnar Kristjánsson (tónlist/myndlist, Dalvík)
Aldís Dagmar Erlingsdóttir (myndlist, Akureyri)
Áki Sebastian Frostason (tónlist, Akureyri)
Anne Balanant (vídjólist, Akureyri)
Hekla Björt Helgadóttir (ljóðlist, Akureyri)
Hreggviður Harðar og Hulduson (myndlist, Akureyri)
Diljá Björt Bjarmadóttir (vídjólist, Akureyri)
Axel Flóvent Daðason (tónlist, Akureyri)
Margrét Guðbrandsdóttir (myndlist, Akureyri)
Viðar Logi Kristinsson (ljósmyndun, Dalvík)
Lena Birgisdóttir (myndlist/ljóðlist, Akureyri)
Karólína Rós Ólafsdóttir (gjörningalist, Akureyri)
Borgný Finnsdóttir (myndlist/ljóðlist, Akureyri)
Halla Lilja Ármannsdóttir (myndlist, Akureyri)
Ástþór Árnason (myndlist, Siglufjörður)
Megan Auður Grímsdóttir (ljóðlist, Reykjavík)
Magnús Skúlason (tónlist, Reykjavík)
Ólöf Rún Benediktsdóttir (myndlist, Reykjavík)
Berglind Erna Tryggvadóttir (myndlist, Reykjavík)
Sólveig Salmon Gautadóttir (myndlist, Reykjavík)
Ólafur Sverrir Traustason (ljóðlist, Reykjavík)
Brák Jónsdóttir (myndlist, Akureyri)

Heimild: Myndlistafélagið.