Listaganga á Siglufirði 14.des

Hin árlega Listganga fer fram á Siglufirði miðvikudaginn 14. desember klukkan 18:00.
Gengið verður frá jólatrénu á Ráðhústorgi. Listafólk opnar vinnustofur sínar og gallerí fyrir gestum og gangandi. Göngunni líkur svo á Kaffi Rauðku þar sem boðið verður upp á kakó, jólaglögg og piparkökur.
Stúlli og Gómar verða með jólaskemmtun eins og þeim er einum lagið.
Ferðafélag Siglufjarðar sýnir myndir frá göngum sumarsins.
Það kostar kr. 500.- í gönguna og jólaskemmtunin er innifalin.  Einnig er hægt að fara bara á jólaskemmtunina á Kaffi Rauðku sem hefst kl. 21:00 og kostar 500. kr.