List án landamæra á Siglufirði

Listar án landamæra á Siglufirði verður með opið hús í Iðjunni fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí kl. 9-17.  Þar gegna tónlist og ljóðalestur mikilvægu hlutverki ásamt handverkssýningu notenda Iðjunnar.

Markmið Listar án landamæra er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er von aðstandenda hátíðarinnar að sem flestir komi og njóti þess sem um er að vera.