Lionsmót í sundi á Dalvík

Lionsmót Ránar í sundi fer fram í Sundlaug Dalvíkur laugardaginn 16. maí næstkomandi og hefst kl. 9 með upphitun en keppni hefst kl. 10.  Sundfélög á öllu Norðurlandi taka þátt í mótinu, frá Blöndósi til Húsavíkur. Um 250 skráningar eru á mótinu.

Keppt er í 30 greinum í flokki hnáta og hnokka, meyja og sveina, telpna og sveina og kvenna og karla.