Lions gaf Árskóla tvö fótboltaspil

Nú rétt fyrir skólabyrjun mættu nokkrir vaskir fulltrúar frá Lionsklúbbi Sauðárkróks í Árskóla á Sauðárkróki og færðu skólanum að gjöf tvö fótboltaspil. Tilefni gjafanna er 20 ára afmæli Árskóla. Spilin eru sterkbyggð og hentug fyrir skóla og frístundastarf. Ekki er vafi á að fótboltaspilin munu nýtast nemendum Árskóla vel og vera skemmtilegur valkostur í frímínútum.