Líflegt í Ljóðasetrinu

Það hefur verið líflegt á Ljóðasetrinu á Siglufirði að undanförnu þó að hefðbundinni sumaropnun sé fyrir nokkru lokið. Í aðdraganda ljóðahátíðarinnar Glóðar sem lauk fyrir smemmstu, komu tveir skólahópar í heimsókn á Ljóðasetrið og á meðan hátíðin stóð yfir var mikið líf á setrinu.

Föstudaginn 21. september kom svo hópur frá Akureyri í heimsókn og tók forstöðumaður á móti honum með söng auk þess að segja frá starfseminni á setrinu og stofnun þess. Þann 25. september kom svo bekkur úr Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn og á föstudaginn 28. september er von á 20 manna hópi frá Akureyri.

Þannig að Ljóðasetrið er hægt og bítandi að vinna sér stærri sess.

Heimild: www.ljodasetur.123.is