Það hefur verið nóg um að vera á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði þessda vikuna og vel mætt á hina daglegu viðburði sem í boði eru. Írska ungskáldið Stephen De Burca flutti nokkur ljóð sín á dögunum, félagar úr kvæðamannafélaginu Rímu kváðu fyrir gesti, Sigurður Skúlason leikari og Þórarinn Hannesson tónlistarmaður fluttu gestum ljóð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör í tali og tónum og í gær mætti Eva Karlotta Moritz Einarsdóttir með gítarinn og heillaði gesti með spili og söng. Klukkan 16 í dag mun Páll Helgason flytja nokkur ljóð.

11822767_1681711315381224_7400865771675763305_n 11816992_1681711305381225_6237466550439762485_n 11800143_1681711322047890_7689677449975133253_n

Heimild og myndir: Ljóðsetur Íslands.