Líf á smíðavöllunum í Fjallabyggð

Smíðavellir voru starfræktir í Fjallabyggð í júlí fyrir börn fædd árin 2006-2009.  Smíðavellirnir voru opnir þrisvar í viku í tvo tíma á dag. Starfsmaður Vinnuskóla Fjallabyggðar hafði umsjón með börnunum. Börnin fengu nagla og timbur til að smíða kofa, en þurftu sjálf að koma með hamar og sög. Myndir með fréttinni eru af smíðavöllunum á Siglufirði.