Lið Skagafjarðar keppir við Seltjarnarnesbæ í Útsvari

Skagfirsku valkyrjurnar Erla Björt Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Guðrún Rögnvaldardóttir komust áfram í aðra umferð spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, og munu etja kappi við andstæðinga sína í liði Seltjarnarnesbæjar í Sjónvarpinu föstudaginn 6. janúar.

Skagafjörður var fyrsta sveitarfélagið í sögu keppninnar til að tefla fram liði sem eingöngu er skipað konum og andstæðingarnir að þessu sinni eru tvær konur og einn karl af nesinu sem kennt er við Seltjörn. Konur mynda því mikinn meirihluta keppenda að þessu sinni.