Lengri leikskóladvöl í boði í sumar á Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að lengja leikskóladvöl á leikskólanum Leikskálum á Siglufirði um eina viku í júlí, dagana 17.-21 júlí , fyrir þá foreldra sem það vilja. Áður hafði verið auglýst að leikskólinn yrði lokaður frá 17. júlí – 15. ágúst. Þessi auka opnun í sumar er hugsuð sem tilraunaverkefni. Alls voru 20 foreldrar sem höfðu áhuga að nýta sér þetta, nei sögðu 20 og 40 svöruðu ekki.

Foreldrar barna í  leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði voru ekki eins jákvæð gegn þessari lengri opnun, en þar sögðu 22 nei, en 28 svöruðu ekki, og aðeins 2 foreldrar höfðu áhuga á að nýta sér þetta ef um væri að ræða 2 vikur en ekki eina. Kostnaður Fjallabyggðar er áætlaður vera um 400.000 kr. fyrir þessa auknu opnun í sumar.

Bæjarráð Fjallabyggðar ákvað í apríl að taka lokun Leikskóla Fjallabyggðar til skoðunar  eftir að Róbert Guðfinnson, forstjóri Genis hafði lýst áhyggjum sínum af auglýstri lokun leikskólanna.